Hįrmetalhorniš #8

winger1Hinir hįrprśšu Winger koma frį New York og eru haršari en mörg hįrmetalböndin. Žeir skera sig frį öšrum svipušum hljómsveitum aš žvķ leyti aš söngvarinn, Kip Winger, spilar einnig į bassa. Žvķ gefast fęrri tękifęri fyrir almenna hįrmetalstęla, eins og margir kollegar hans gįtu leyft sér.

Fyrsta platan žeirra kom ekki śt fyrr en įriš 1988, og žvķ mį segja aš žeir hafi rétt nįš ķ skottiš į hįrstemmaranum, sem leiš undir lok skömmu sķšar.

Platan žessi nefnist einfaldlega Winger, og inniheldur hśn slagarana Madalaine, Headed for a Heartbreak og Seventeen. Žaš var žó lagiš Hungry sem viš įkvįšum aš spila, enda stórgott lag og ekki er myndbandiš sķšra.

Žess mį geta aš Winger žóttu svo aulalegir aš aulalegasti karakterinn ķ Beavis & Butthead-žįttunum var įvallt klęddur ķ Winger-bol, į mešan ašalsöguhetjurnar klęddust AC/DC og Metallica-bolum. Žetta er aš sjįlfsögšu hinn digurvaxni Stewart, en ašalsprautan ķ Winger, hann Kip, hefur lįtiš óįnęgju sķna meš žetta ķ ljós. Žótti honum illa vegiš aš bandinu aš lįta žennan aulalega dreng klęšast Winger-bol

Aš sjįlfsögšu er svo myndbandiš viš lagiš hér fyrir nešan, en takiš sérstaklega eftir Óskarsveršlaunaleik ašalleikarans, og hversu frįbęrlega hann tślkar hinn brotna mann sem hefur misst įstina ķ lķfi sķnu. Hann beinlķnis HUNGRAR ķ įst!

Winger - Hungry


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband