22.7.2007 | 01:37
Hármetalhornið #4
Frá Minnesota USA kom stúlknasveitin Vixen. Töluvert karlmannlegri en margar karlsveitanna, en teljast þó til hármetals. Þær voru voða sætar og hörkukroppar, með rosa blásið hár og í háum leðurstígvélum.
Þær gáfu út nokkrar plötur og áttu nokkur vinsæl lög. Eitt af þeirra stærstu hét Edge Of A Broken Heart, þrælfínt lag sem auðvelt er að fá á heilann.
Það merkilega við þetta band er nefnilega það að þær virðast hafa verið töluvert lunknari lagasmiðir en mörg af stærri karlaböndunum, en ef við miðum við bönd á borð við Poison og Mötley Crüe má segja að lagasmíðar Vixen séu stórbrotin tímamótatónverk. En annars er þetta nokkuð hefðbundinn popp-hármetall. Gítarsóló, kjuðum snúið með annarri hendi, tví- og þríraddanir og trommuríverb sem fær dómkirkjur til að skammast sín.
Í dag starfa þær enn (hármetalböndin hætta aldrei!) og eru ögn farnar að láta á sjá. Það er svo sem eðlilegt. Karlarnir eru flestir orðnir þunnhærðir og hrukkóttir, en Vixen eru með lafandi brjóst og heimsklassa barneignarmjaðmir.
Vixen - Edge Of A Broken Heart
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)