Morðingjaútvarpið - lokaþáttur

Já, eftir u.þ.b. hálftíma (eða kl. 13) fer síðasti þátturinn í loftið.

RVK FM 101.5 eða hér 


Góðar líkur á skemmtilegum gestum í dag

Já þetta gæti gerst...
skid_row

Farðu á kvikmyndahátíðina.....FRÍTT!

20020527.OBS1268Hvað átt þú sameiginlegt með finnska leikstjóranum Aki Kaurismäki? Tjah......nema þú sért finnskur og kvikmyndaleikstjóri þar að auki er það líklega ekki mikið.

Kaurismäki þarf hinsvegar ekki að borga sig inn á Alþjóðlega kvikmyndhátíð í Reykjavík, enda heiðursgestur.

Nú getur þú líka komist frítt á hátíðina. Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta á Morðingjaútvarpið í dag milli 1 og 4 og þú getur orðið jafn töff og Aki Kaurismäki.

Þeir hjá kvikmyndahátíðinni voru svo elskulegir að láta okkur hafa nokkra miða á herlegheitin, og munum við gleðja einhvern heppinn bíólúða með fríu bíói í boði Morðingjanna og kvikmyndahátíðarinnar. 


Þáttur 12 (22.9.2007) - Lagalisti

Það var ekki þverfótað fyrir viðmælendum í þessum þætti og er það hið besta mál. Atli Bolla kom í heimsókn frá Kvikmyndahátíðinni og Gunnar Björn leikstjóri kom og blaðraði frá sér allt vit. Sjáið Astrópíu!!   Haukur Destiny kom aftur með fleiri Airwaves-bönd og gerir það eins oft og hann mögulega getur fram að Airwaves, og svo tókum við stutt símaviðtal við Gulla Brain Police en hann hefur snúið aftur í hljómsveitina og framundan er heimsreisa og ég veit ekki hvað.

Hér er svo lagalisti þáttarins:

01. Atreyu - Right Side Of The Bed
02. The Flaming Lips - She Don't Use Jelly
03. David Bowie - Life On Mars
04. Dr. Spock - Suckmycockspockyoufuck
05. Cliff Clavin - Such Mistakes
06. Marilyn Manson - Heart Shaped Glasses
07. Diamond Head - The Prince
08. Viking Giant Show - The Cure
09. Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story Of A Star
10. Black Sabbath - Fairies Wear Boots
11. Foo Fighters - Pretender
12. Brain Police - Leo
13. Ramones - 53rd And 3rd
14. A Perfect Murder - Strength Through Vengeance
15. Warrant - Sometime She Cries
16. Purrkur Pilnikk - Excuse Me
17. Rise Against - Heaven Knows
18. Down - 3 Suns And 1 Star
19. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
20. Danielson - Did I Step On Your Trumpet?
21. The Clash - Guns Of Brixton
22. Buck 65 - Kennedy Killed The Cat
23. Benny Crespo's Gang - Shine
24. Annuals - Dry Clothes
25. Morðingjarnir - Eiturlyfjafíklar
26. Kingdom Come - Get It On


Morðingjaútvarpið um helgina

mordutvarpas4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 




Morðingjaútvarpið verður í menningarlegri kantinum núna á laugardaginn. Gunnar Björn Guðmundsson, kenndur við Astrópíu, ætlar að kíkja í spjall til drengjanna. Kvikmyndin er búin að fá töluvert fleiri rassa í kvikmyndahús að undanförnu en bjartsýnustu menn höfðu spáð. Síðan ætlar Atli Bollason (kenndur við Sprengjuhöllina) að líta við og ræða um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í næstu viku. Hármetalhornið svíkur engan frekar en fyrri daginn og væri því fásinna að láta Morðingjaútvarpið fram hjá sér fara.

Hármetalhornið #10

93087a0aFrá Fíladelfíufylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku kemur hljómsveitin Cinderella. Eins og sjá má á myndinni voru Cinerella með þeim hárprúðari í bransanum, og þetta er umslagið af þeirra þekktustu plötu, Night Songs.

Hljómsveitin komst á samning eftir að Jon Bon Jovi sá þá spila á litlum klúbbi og benti umboðsmanni sínum á þá. Í kjölfarið gáfu þeir út plötuna Night Songs, en hún kom út árið 1986, sama dag og plata Poison, Look What The Cat Dragged In.

Platan seldist í tonnavís og Cinderella hafa starfað sleitulaust síðan.  Við spiluðum lagið Shake Me, og hér fyrir neðan er myndbandið.

Cinderella - Shake Me 


Þáttur 11 (15.9.2007) - Lagalisti

Stútfullur þáttur af fjöri og frískheitum. Hringdum í Andra Capone sem var staddur með bás í Kolaportinu. Við fengum Hauk Magnússon frá Destiny í heimsókn og blöðruðum við hann um Airwaves, spiluðum Airwaves-bönd og sitthvað fleira. Svo komu hinir finnsku Finntroll í stutt spjall og voru ferskari en.....tjah......eitthvað ferskt.

Lagalisti:

01. Bless - Aleinn í bíó
02. Björk - Army Of Me
03. The White Stripes - You Don't Know What Love Is
04. Dio - Stand Up And Shout
05. Interpol - Evil
06. Bloodgroup - Try On
07. Chicago - Saturday In The Park
08. Bad Religion - Supersonic
09. Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story Of A Star
10. The Stranglers - I Feel Like A Wog
11. Blonde Redhead - 23
12. Pantera - Regular People (Conceit)
13. Kimono - Aftermath
14. Cinderella - Shake Me
15. Iron Maiden - Run To The Hills
16. Ween - It's Gonna Be A Long Night
17. Pearl Jam - Love Reigns Over Me
18. Mew - Am I Wry?
19. Morðingjarnir - Eiturlyfjafíklar
20. Boys In A Band - Black Diamond Train
21. Who Knew? - Wallabe
22. Deerhoof - +81
23. Æla - Ekki snerta mig
24. Of Montreal - Bunny Ain't No Kind Of Rider
25. Reykjavík - Flybus!
26. Slipknot - The Blister Exists
27. Hot Snakes - Braintrust
28. Death By Stereo - No Shirt, No Shoes, No Salvation
29. The Buzzcocks - Orgasm Addict
30. Bones Brigade - Jocks On Wheels
31. The Beatles - A Day In The Life
32. Metallica - Hit The Lights
33. Finntroll - Jaktens Tid
34. Korn - Hushabye


Finnsk tröll og fleiri góðir í heimsókn á morgun

finntroll Það verður stuð á Morðingjunum á morgun milli 13 og 16.

Finnsku tröllin í hljómsveitinni Finntroll mæta galvaskir í viðtal, Haukur Magnússon frá Destiny mætir í létta Airwaves-upphitun og ekki má gleyma hármetalhorninu, klettinum í þeim ólgusjó sem Morðingjaútvarpið er. Að sjálfsögðu verður svo að vanda spilaður heill haugur af væmnu píkupoppi, sveittu þungarokki og aumingjalegu indie-rokki.

Hármetalhornið #9

W020070124477893786974Bandarísk-króatíska hármetalbandið Steelheart rétt náði inn sinni fyrstu plötu í lok glys-fársins sem hélt unglingum 9. áratugarins í heljargreipum.

Þessi fyrsta plata þeirra (sem hét einfaldlega Steelheart) var gefin út árið 1990, en aðeins tæpt ár var þangað til Kurt Cobain og félagar ráku síðasta naglann í kistu hármetalsins. 

Þeir eru nú ennþá starfandi, en ekki hefur borið mikið á þeim á öldum ljósvakans síðan þetta gjöfula ár sem þeir gáfu út debutið.

Söngvarinn, Miljenko Matijevic, söng í stað Mark Wahlberg í kvikmyndinni Rock Star, en fyrir utan það hefur sviðsljósið haldið sig fjarri honum og félögum hans.

Það var aðeins um eitt lag að ræða, og spiluðum við það að sjálfsögðu. Lagið sem um ræðir heitir She's Gone og er fyrir löngu orðið sígilt. Aðrar powerballöður fara á hnén fyrir þessari, og myndbandið er flott. Trommusettið er að sjálfsögðu í yfirstærð, þó trommuleikurinn krefjist þess ekki endilega. En allur er varinn góður. 


Hármetalhornið #8

winger1Hinir hárprúðu Winger koma frá New York og eru harðari en mörg hármetalböndin. Þeir skera sig frá öðrum svipuðum hljómsveitum að því leyti að söngvarinn, Kip Winger, spilar einnig á bassa. Því gefast færri tækifæri fyrir almenna hármetalstæla, eins og margir kollegar hans gátu leyft sér.

Fyrsta platan þeirra kom ekki út fyrr en árið 1988, og því má segja að þeir hafi rétt náð í skottið á hárstemmaranum, sem leið undir lok skömmu síðar.

Platan þessi nefnist einfaldlega Winger, og inniheldur hún slagarana Madalaine, Headed for a Heartbreak og Seventeen. Það var þó lagið Hungry sem við ákváðum að spila, enda stórgott lag og ekki er myndbandið síðra.

Þess má geta að Winger þóttu svo aulalegir að aulalegasti karakterinn í Beavis & Butthead-þáttunum var ávallt klæddur í Winger-bol, á meðan aðalsöguhetjurnar klæddust AC/DC og Metallica-bolum. Þetta er að sjálfsögðu hinn digurvaxni Stewart, en aðalsprautan í Winger, hann Kip, hefur látið óánægju sína með þetta í ljós. Þótti honum illa vegið að bandinu að láta þennan aulalega dreng klæðast Winger-bol

Að sjálfsögðu er svo myndbandið við lagið hér fyrir neðan, en takið sérstaklega eftir Óskarsverðlaunaleik aðalleikarans, og hversu frábærlega hann túlkar hinn brotna mann sem hefur misst ástina í lífi sínu. Hann beinlínis HUNGRAR í ást!

Winger - Hungry


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband