Þáttur 10 (8.9.2007) - Lagalisti

Birkir úr I Adapt kom í viðtal ásamt gelgjunni honum Ella trommara. Við spiluðum slatta af Chris Cornell efni í tilefni tónleikanna og að sjálfsögðu hringdi gröfukallinn, hressari en aldrei fyrr.

Lagalisti:

01. Lights On The Highway - Paperboat
02. Þeyr - Maggasýn
03. Soundgarden - Burden In My Hand
04. Screaming Trees - Nearly Lost You
05. Ash - Girl From Mars
06. Annihilator - The Fun Palace
07. Judas Priest - Breaking The Law
08. Calexico - Quattro (World Drifts In)
09. Viking Giant Show - The Cure
10. Bloc Party - Helicopter
11. Helgi og hljóðfæraleikararnir - Ég elska þig svo mikið
12. Beck - Cellphone's Dead
13. Thin Lizzy - Bad Reputation
14. Temple Of The Dog - Hunger Strike
15. Sick Of It All - Free Spirit
16. Steelheart - She's Gone
17. The Killers - Jenny Was A fFriend Of Mine
18. Sepultura - Symptom Of The Universe
19. The Hives - Tick Tick Boom
20. Chris Cornell - You Know My Name
21. !!! - Bend Over Beethoven
22. AC/DC - The Razor's Edge (live)
23. Lamb Of God - Laid To Rest
24. Reykjavík! - Flybus
25. Kings Of Leon - Charmer
26. Nirvana - Negative Creep
27. Rollins Band - Liar
28. I Adapt - Subject To Change
29. Blacklisted - Tourist
30. Ramones - Blitzkrieg Bop
31. The Rolling Stones - Can't You Hear Me Knocking


I Adapt í Morðingjaútvarpinu

l_09d040d3c304bcf4ed2c0ceac9c11b56Hljómsveitin I Adapt ætlar að koma í stutt spjall á morgun. Þessir drengir eru mikil ljúfmenni og hafa nýlega sent frá sér breiðskífuna Chainlike Burden.

Einnig ætlum við að reyna að spila eitthvað af 90's Seattle-rokki í tilefni af tónleikum Chris Cornell hér á landi.

Hármetalhornið verður að sjálfsögðu á sínum stað, og hver veit nema sjálfur Helgi Morðingi láti loksins sjá sig í útvarpinu.

Svo minnum við enn og aftur á nýja tímann, 13-16. Kúlíó..... 


Hármetalhornið #7

stryperHljómsveitir verða ekki mikið lúðalegri en hljómsveitin Stryper frá Orange County í Kaliforníufylki Bandaríkjanna. Fyrir utan það að líta út eins og fjórar ofvaxnar randaflugur, þá voru/eru Stryper kristilegt band, og það verður seint talið töff í heimi þungarokksins.

Þeir höfðu þann sið að henda biblíum til áhorfenda og nafnið þeirra stendur víst fyrir "Salvation Through Redemption, Yielding Peace, Encouragement, and Righteousness". Kúl ekki satt?

Þessir konungar randaflugumetalsins hafa gefið út nokkrar plötur, og má þar nefna m.a. To Hell With The Devil, In God We Trust og Reborn, en allt hefur þetta afskaplega trúarlegt yfirbragð, enda rokka Stryper í nafni Drottins.

Lagið sem við spiluðum í Morðingjaútvarpinu (og var enn í gangi þegar hinir andkristnu Rotting Christ komu í heimsókn í hljóðverið) heitir Calling On You, og hljómar eiginlega eins og Eurovisionlag frá níunda áratugnum, en myndbandið er eiginlega best. Konan sem syngur lagið reynist vera karlmaður eftir allt saman, eða andrógína í besta falli, og trommusett trommarans er af þvílíkri stærð að það hefur þurft heilt flugmóðuskip til að flytja þetta milli gigga.


Þáttur 9 (1.9.2007) - Lagalisti

Ágætt stuð í dag. Helgi í samkynhneigðu brúðkaupi þannig að við Atli vorum einir á svæðinu. Spiluðum hármetal og pönk, spjölluðum við Sigga, bassaleikara Mínus og átum laxalanglokur.

Hér er lagalistinn:

01. Paul McCartney - Ballroom Dancing
02. The Stone Roses - Fool's Gold
03. Nirvana - Love Buzz
04. Courtney Love - Mono
05. Silversun Pickups - Well Thought Out Twinkles
06. Metallica - Holier Than Thou
07. Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath
08. Foo Fighters - Pretender
09. Mínus - Modern Haircuts
10. The Smiths - Panic
11. The Decemberists - 16 Military Wives
12. Megadeth - Holy Wars
13. Devo - Whip It
14. My Bloody Valentine - Soon
15. The Yardbirds - For Your Love
16. Winger - Hungry
17. Heart - Barracuda
18. Anthrax - Madhouse
19. Beastie Boys - Tough Guy
20. Minor Threat - Straight Edge
21. Dead Kennedys - Religious Vomit
22. LCD Soundsystem - All My Friends
23. Jane's Addiction - Stop
24. Ball - One Ten Two Thousand
25. Edgar Winter Group - Free Ride
26. Slayer - Silent Scream
27. Interpol - Mammoth
28. Sykurmolarnir - Motorcrash
29. Whitesnake - Still Of The Night
30. Frank Black - Kiss My Ring
31. Electric 6 - Gay Bar
32. Nick Cave And The Bad Seeds - Do You Love me
33. Enon - Knock That Door


ATH: Breyttur tími Morðingjaútvarpsins

keaton_buster2_sm13-16

í stað

14-17 


Gestagangur + lagalisti

Það var gestagangur í Morðingjaútvarpinu á laugardaginn. Það voru tvær hljómsveitir frá útlandinu sem heiðruðu okkur með nærveru sinni. Annars vegar var það sænska hljómsveitin Loch Vostok sem kíktu í stutt spjall, en öllu merkilegri var heimsókn grísku blackmetalkónganna í Rotting Christ.

Við tókum viðtal við Sakis, söngvara og gítarleikara sveitarinnar og var hann hinn viðkunnalegasti. Hann sagðist hafa tekið ástfóstri við land og þjóð, og einnig fengum við hann til að kommenta eilítið á "erjur" sínar við Dave Mustaine úr Megadeth.

Helgi var fjarri góðu gamni, en það kom ekki að sök í þetta skiptið, enda hefði varla verið pláss fyrir hann í hljóðverinu á köflum.
l_d3cc4632ada91252d7818436eb21221f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér bregða liðsmenn Morðingjaútvarpsins á leik ásamt Sakis úr Rotting Christ.
ATH: Myndin er samsett!

Hér má svo sjá lagalista þáttarins (25.8.07):

01. Motley Crue - Live Wire
02. Specials - Ghost Town
03. The Clash - London Calling
04. Sepultura - Arise
05. The Rolling Stones - Paint It Black
06. The Go-Team - Bull In The Heather
07. Dead Kennedys - I Fought The Law
08. Spoon - The Beast And The Dragon Adored
09. The Hives - Tick Tick Boom
10. Reykjavík! - Rex
11. Metallica - Whiplash
12. Blur - Country House
13. Oasis - Whatever
14. Sign - Youth Gone Wild
15. Loch Vostok - Gestalt
16. Loch Vostok - Blunt Force Trauma
17. Ramones - Blitzkrieg Bop
18. Pixies - Gigantic
19. Botnleðja - Höfuðfætlan
20. Maus - Musick
21. Stryper - Calling On You
22. Pantera - 5 Minutes Alone
23. Rotting Christ - Keravnos Kivernitos
24. Motorhead - Trigger
25. Nirvana - Smells Like Teen Spirit
26. Beck - Timebomb
27. Gang Of Four - I Found That Essence Rare
28. Foo Fighters - The Pretender
29. Sufjan Stevens - In The Words Of The Governor
30. Sex Pistols - Pretty Vacant
31. Beastie Boys - Sabotage
32. Sonic Youth - Incinerate
33. Vonbrigði - Ó Reykjavík


Rotting Christ í Morðingjaútvarpinu!

l_487546bcf985d83a1cb1da3fe356ac93 .

Til hamingju með afmælið Rick Springfield

l_2e979e564347604eba964d4bec31af3aJá það er ekkert annað. Heimildarmaður Morðingjaútvarpsins tjáði mér það rétt í þessu að sjálfur Rick Springfield ætti afmæli í dag. Hvorki meira en 58 ár komin af ómetanlegri tónlist, leiklist og andlitsfríðleika, og drengurinn á nóg eftir.

Rikki var fæddur Richard Lewis Springthorpe fyrir 58 árum síðan í Sydney. Þegar hann var 25 ára var hann á föstu með Lindu Blair (þá 15 ára) en giftist síðar núverandi eiginkonu sinni Barböru.

Hún reyndi nú eitthvað að henda honum í steininn fyrir nokkrum árum síðan og sakaði hann um að leggja á sig hendur, en þau skötuhjúin löppuðu víst upp á sambandið og Rikki hefur sjaldan verið ferskari en í dag.

Síðan 1981 hefur Rikki síðan leikið Dr. Noah Drake í sjónvarpssápunni General Hospital, og nýlega bætti hann á sig öðru hlutverki í sápunni, föllnu 80's rokkhetjuna Eli Love, sem vill svo til að er tvífari Noah Drake.

En já, Rikki fær hér með sendar baráttukveðjur frá Fróni og í tilefni dagsins hendum við hér tveimur af stærstu slögurum Rikka inn í spilarann, og svo þetta stutta myndskeið í bónus, en þetta er atriðið svakalega úr kvikmyndinni Boogie Nights, þar sem allt fer fjandans til hjá Marky Mark og Alfred Molina við undirleik Rikka.


Kurtis Blow ekki í Morðingjaútvarpinu á laugardaginn

kurtisblow~_kurtisblo_101b Því miður...

Hármetalhornið #6

l_f0aef1eb6dffe5e48149fed28b1dcf13Hljómsveitin Shy frá Englandi er trúlega eina hármetalbandið sem var frontað af albínóa. Lítið er vitað um þessa sveit. Þeir fóru í tónleikaferðalag með Manowar, og var sparkað af túrnum. Manowar vildu meina að þeir hefðu verið of lélegir, en liðsmenn Shy voru fullvissir um það að Manowar fyndist þeim standa ógn af hármetal-albínóanum og félögum hans.

Lagið sem fékk að hljóma í Morðingjaútvarpinu heitir Break Down the Walls, og það var enginn annar en Don Dokken sem hjálpaði þeim að semja slagarann, en Don Dokken var að sjálfsögðu aðalmaðurinn í Dokken, þeirri ágætu sveit.

Og viti menn.....Shy eru ennþá starfandi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband