Hármetalhornið #7

stryperHljómsveitir verða ekki mikið lúðalegri en hljómsveitin Stryper frá Orange County í Kaliforníufylki Bandaríkjanna. Fyrir utan það að líta út eins og fjórar ofvaxnar randaflugur, þá voru/eru Stryper kristilegt band, og það verður seint talið töff í heimi þungarokksins.

Þeir höfðu þann sið að henda biblíum til áhorfenda og nafnið þeirra stendur víst fyrir "Salvation Through Redemption, Yielding Peace, Encouragement, and Righteousness". Kúl ekki satt?

Þessir konungar randaflugumetalsins hafa gefið út nokkrar plötur, og má þar nefna m.a. To Hell With The Devil, In God We Trust og Reborn, en allt hefur þetta afskaplega trúarlegt yfirbragð, enda rokka Stryper í nafni Drottins.

Lagið sem við spiluðum í Morðingjaútvarpinu (og var enn í gangi þegar hinir andkristnu Rotting Christ komu í heimsókn í hljóðverið) heitir Calling On You, og hljómar eiginlega eins og Eurovisionlag frá níunda áratugnum, en myndbandið er eiginlega best. Konan sem syngur lagið reynist vera karlmaður eftir allt saman, eða andrógína í besta falli, og trommusett trommarans er af þvílíkri stærð að það hefur þurft heilt flugmóðuskip til að flytja þetta milli gigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband