Tilkynning frá Bill

l_acaee6697a1390c593072da410b2e0fd .

Þáttur 7 (11.8.2007) - Lagalisti

Í dag er samkynhneigðin við völd og tilvalið að bregða undir sig betri fætinum og kíkja í partýið.
Morðingjaútvarpið var að sjálfsögðu á sínum stað og hér er lagalisti þáttarins:

01. Metallica - Master of Puppets
02. The Prodigy - Girls
03. Led Zeppelin - The Song Remains the Same
04. Mínus - Who's Hobo
05. Alice Cooper - No More Mr.Nice Guy
06. Against Me - Bourne on the FM Waves
07. Pantera - Cemetary Gates
08. Unkle ft. Ian Astbury - Burn My Shadow
09. The Stranglers - No More Heroes
10. Shy - Break Down the Walls
11. Botnleðja - Rassgata 51
12. Lee Hazelwood & Nancy Sinatra - Some Velvet Morning
13. Primal Scream - Some Velvet Morning
14. Jan Mayen - Joyride
15. Bad Brains - House of Suffering
16. Queens of the Stone Age - 3's & 7's
17. Bad Religion - Sinister Rouge
18. The Beatles - Strawberry Fields Forever
19. Ozzy Osbourne - Crazy Train
20. Queen - Get Down Make Love (live)
21. Lights on the Highway - Paperboat
22. Manowar - Brothers of Metal
23. Brain Police - Undercover Through Your Mother
24. Bruce Springsteen - Dancing in the Dark
25. Jeff Who? - She's Got the Touch
26. The Flaming Lips - The Yeah Yeah Yeah Song (With All Your Power)
27. Guns N'Roses - Mr. Brownstone
28. Ramones - Rockaway Beach
29. Dead Kennedys - Police Truck
30. The Germs - Communist Eyes
31. White Zombie - Super-Charger Heaven
32. The Stooges - I Wanna Be Your Dog
33. Patti Smith - Here I Dreamt I Was An Architect
34. Foo Fighters - The Pretender
Pride-Flag-in-the-wind


Þáttur 6 (4.8.2007) - Lagalisti

Þáttur dagsins var tileinkaður kassagítarnum. Hér er lagalistinn:

01. The Band - The Weight
02. Blur - For Tomorrow
03. America - A Horse With No Name
04. Bubbi - Stál og hnífur
05. Ljótu hálfvitarnir - Bjór meiri bjór
06. Spoon - I Summon You
07. Hole - Miss World
08. Kiss - Hard Luck Woman
09. Bob Dylan - Hurricane
10. The Beatles - Here Comes the Sun
11. Alice In Chains - Over Now
12. The Decemberists - An Apology Song
13. Megas - Gamli sorrý Gráni
14. Billy Joel - Don't Ask Me Why
15. Soundgarden - Burden In My Hand
16. Hot Damn! - Hot Damn That Woman Is A Man
17. Corrosion of Conformity - Stare Too Long
18. Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen the Rain
19. Calexico - Sunken Waltz
20. Eagles - Hotel California
21. Guns N'Roses - Patience
22. Gipsy Kings - Baila Me
23. The Beatles - You Better Hide Your Love Away
24. Mugison - Murr Murr
25. Neutral Milk Hotel - In an Aeroplane Over the Sea
26. Metallica - Tuesday's Gone
27. Lay Low - Boy Oh Boy
28. Sufjan Stevens - The Man of Metropolis Steals Our Hearts
29. The Jam - That's Entertainment
30. Meshuggah - Futile Bread Machine
31. Elvis Presley - Love Me Tender
32. Violent Femmes - Blister In the Sun


Karate

ee963876Frá Boston kom hljómsveitin Karate, og gáfu þeir út 6 plötur áður en hljómsveitin leystist upp fyrir tveimur árum.

Aðalsprauta sveitarinnar, Geoff Farina, var búinn að missa nær alla heyrn og sá sér því ekki annað fært en að stimpla þá út.

Hljómsveitin spilar djassað indie-rokk (meira að segja gæla þeir stundum við blúsinn) og drengirnir eru allir afbragðs hljóðfæraleikarar, enda kynntust þeir allir í tónlistarskóla.

Morðingjaútvarpið mælir með því að sem flestir næli sér í þessar plötur, en þær eru allar alveg afbragð.

Þessi blauti mánudagur er því tileinkaður Karate.


Hármetalhornið #5

l_58c5dda62ee9acc2ca0d58133fcd59e2Hljómsveitin Pantera er fyrir löngu orðin ein sú allra sígildasta í hörðum heimi þungarokksins. Þeir gáfu út stóran haug af plötum, hættu skömmu eftir aldamótin seinustu, og síðan var gítarleikari sveitarinnar myrtur á tónleikum í lok árs 2004.

En fortíð Pantera er ekki jafn svöl og ímynd þeirra seinna meir. Á 9. áratugnum voru Pantera nefnilega allsvaðalega mikill hármetall. Þeir gáfu út 4 plötur á árunum 1983 til 1988 og í seinni tíð slepptu þeir því yfirleitt að nefna þessar plötur þegar talað var um ferilinn.

Frontmaður sveitarinnar á þessum árum var Terry nokkur Glaze, og klæddust drengirnir níðþröngu spandexi og notuðu hárlakk í óhófi.

Ekki er mikið um gæðaefni á allavega fyrstu þremur plötunum, en inn á milli leynast gullmolar eins og lagið All Over Tonight. Þetta er ekki big budget hármetall eins og við eigum að venjast, enda gáfu piltarnir þessar fyrstu plötur bara út beint úr bílskúrnum.

Myndbandið við lagið er heimatilbúið og sennilegast tekið upp á heimiliskameru, en tékkið engu að síður á því.

Pantera - All Over Tonight


Þáttur 5 (28.7.2007) - Lagalisti

Þökkum þeim sem hlustuðu. Hér er lagalisti þáttarins: 

01. ELO - Secret Messages
02. Hölt hóra - Love Me Like You Elskar Mig
03. Ozzy Osbourne - Bark At The Moon
04. Jan Mayen - Joyride
05. Ween - Even If You Don't
06. Aerosmith - Mama Kin
07. Yeah Yeah Yeah's - Down Boy
08. Lights On The Higway - Paperboat
09. Extreme - It's A Monster
10. The Clash - Rock Da Kasbah
11. The Breeders - Cannonball
12. Eddie Cochran - Summertime Blues
13. Nine Inch Nails - Head Like A Hole
14. Jakobínarína - Jesus
15. Jefferson Airplane - Somebody To Love
16. Dinosaur Jr. - Crumble
17. Pantera - All Over Tonight
18. Mammút - Þorkell
19. The Buzzcocks - Ever Fallen In Love?
20. Against Me - Up The Cuts
21. The Bees - Who Cares What The Question Is
22. Dr. Gunni - T
23. Bloc Party - Helicopter
24. The Smiths - There Is A Light That Never Goes Out
25. Tenpole Tudor - Swords Of A Thousand Men
26. Led Zeppelin - The Song Remains The Same
27. Ash - Petrol
28. The Stranglers - Golden Brown
29. Maus - Ég ímeila þig
30. The Decemberists - The Perfect Crime #2
31. The Ramones - Now I Wanna Sniff Some Glue
32. John Lee Hooker - Boom Boom Boom Boom
33. Hot Damn! - Hot Damn That Woman Is A Man
34. Van Morrison - T.B. Sheets


Morðingjaútvarpið í dag!

l_d872374208d98dce88e1a4f5683ab19cMunið eftir þætti dagsins. Nákvæmlega ekkert merkilegt við þáttinn í dag. Tónlist verður spiluð í bland við heiladrepandi spjall.

Um næstu helgi (verslunarmannahelgina) verður þátturinn síðan með óhefðbundnu sniði. Meira um það síðar.


Hármetalhornið #4

l_2a28f5861afafc6890846b5ea31132dcFrá Minnesota USA kom stúlknasveitin Vixen. Töluvert karlmannlegri en margar karlsveitanna, en teljast þó til hármetals. Þær voru voða sætar og hörkukroppar, með rosa blásið hár og í háum leðurstígvélum.

Þær gáfu út nokkrar plötur og áttu nokkur vinsæl lög. Eitt af þeirra stærstu hét Edge Of A Broken Heart, þrælfínt lag sem auðvelt er að fá á heilann.

Það merkilega við þetta band er nefnilega það að þær virðast hafa verið töluvert lunknari lagasmiðir en mörg af stærri karlaböndunum, en ef við miðum við bönd á borð við Poison og Mötley Crüe má segja að lagasmíðar Vixen séu stórbrotin tímamótatónverk. En annars er þetta nokkuð hefðbundinn popp-hármetall. Gítarsóló, kjuðum snúið með annarri hendi, tví- og þríraddanir og trommuríverb sem fær dómkirkjur til að skammast sín.

Í dag starfa þær enn (hármetalböndin hætta aldrei!) og eru ögn farnar að láta á sjá. Það er svo sem eðlilegt. Karlarnir eru flestir orðnir þunnhærðir og hrukkóttir, en Vixen eru með lafandi brjóst og heimsklassa barneignarmjaðmir.

Vixen - Edge Of A Broken Heart 


Þáttur 4 (21.7.07) - Lagalisti

Hér er lagalisti þáttarins:

01. Slayer - Angel of Death
02. The Cult - Sweet Soul Sister
03. Jan Mayen - Joyride
04. The Doors - Roadhouse Blues
05. Silversun Pickups - Well Thought Out Twinkles
06. Foo Fighters - Darling Nikki
07. Ramones - Sheena Is A Punk Rocker
08. Beck - Hell Yes
09. AC/DC - Back In Black
10. Vixen - Edge Of A Broken Heart
11. Purrkur Pilnikk - Excuse Me
12. Motorhead - Overkill
13. White Zombie - Thunderkiss '65
14. Soundgarden - Rusty Cage
15. Rollins Band - Grip
16. William Shatner (feat. Henry Rollins) - I Can't Get Behind That
17. Them - Baby Please Don't Go
18. Rass - Kárahnjúkar
19. Korn - Evolution
20. Bloc Party - Hunting For Witches
21. Sonic Youth - Bull In The Heather
22. The Jam - Start!
23. Quarashi - Baseline
24. Dikta - Losing Every Day
25. Deftones - Be Quiet And Drive
26. Wilco - Can't Stand It
27. Lada Sport - The World Is A place For Kids Going Far
28. Pantera - I'm Broken
29. Kiss - Sure Know Something
30. Beastie Boys - Ch-Check It Out
31. Shellac - My Black Ass
32. Sign - A Little Bit
33. Marilyn Manson - Putting Holes In Happiness
34. Dr. Gunni - Konurnar í lífi Errós
35. Megadeth - Dread And The Fugitive Mind


Hármetalhornið #3

Poison-Cat

Alveg er ég þó viss um að einn og einn unglingspiltur hafi vaknað með spælt egg í klofinu eftir heitan draum um Poison á sínum tíma, en meðlimir sveitarinnar eru stelpulegri en allar stelpur sem hafa orðið á vegi mínum.

Poison litu ávallt út eins og gamlar, stífmálaðar vændiskonur. Vinsældir þeirra hafa yfirleitt þótt illskiljanlegar, enda leitun að jafn slöku hármetalbandi og Poison.

Margir Íslendingar eru enn í fýlu út í Poison eftir að hljómsveitin aflýsti tónleikum sínum hér á landi. Þurftu menn að gera sér upphitunaratriðið að góðu (aðra hármetalsveit að nafni Quireboys) en Poison komu aldrei hingað til lands, hvorki þá né síðar.

Fyrir þá allra bitrustu skal það þó tekið fram að sveitin er enn starfandi, þannig að ekki er öll von úti enn um að sjá þá á sviði. Ef virkilegur áhugi er fyrir hendi má eflaust bregða sér út fyrir landsteinana og sjá þessar hármetalgoðsagnir, nú eða binda vonir við að einhver flytji þá inn til Íslands. Ekki myndi ég þó vilja koma nálægt þeim innflutningi, enda ávísun á skuldafangelsi.

Talk Dirty To Me nefnist lagið sem við tókum fyrir í hármetalhorninu í þriðja þættinum. Alveg ævintýralega slöpp tónsmíð að öllu leyti, en myndbandið er hreinasta gull.

Poison - Talk Dirty To Me


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband