Hármetalhornið #5

l_58c5dda62ee9acc2ca0d58133fcd59e2Hljómsveitin Pantera er fyrir löngu orðin ein sú allra sígildasta í hörðum heimi þungarokksins. Þeir gáfu út stóran haug af plötum, hættu skömmu eftir aldamótin seinustu, og síðan var gítarleikari sveitarinnar myrtur á tónleikum í lok árs 2004.

En fortíð Pantera er ekki jafn svöl og ímynd þeirra seinna meir. Á 9. áratugnum voru Pantera nefnilega allsvaðalega mikill hármetall. Þeir gáfu út 4 plötur á árunum 1983 til 1988 og í seinni tíð slepptu þeir því yfirleitt að nefna þessar plötur þegar talað var um ferilinn.

Frontmaður sveitarinnar á þessum árum var Terry nokkur Glaze, og klæddust drengirnir níðþröngu spandexi og notuðu hárlakk í óhófi.

Ekki er mikið um gæðaefni á allavega fyrstu þremur plötunum, en inn á milli leynast gullmolar eins og lagið All Over Tonight. Þetta er ekki big budget hármetall eins og við eigum að venjast, enda gáfu piltarnir þessar fyrstu plötur bara út beint úr bílskúrnum.

Myndbandið við lagið er heimatilbúið og sennilegast tekið upp á heimiliskameru, en tékkið engu að síður á því.

Pantera - All Over Tonight


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss hvort ég vilji lesa um Pantera sem hármetalband :/

það er svo sannarlega ekki svöl fortíð, fyndin en ekki svöl. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

iss, það eiga allir ósvala fortíð. Fermingarmyndirnar á veggjum foreldranna sanna það.

Atli Fannar Bjarkason, 28.7.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Morðingjaútvarpið

Ég held að þetta hefði verið miklu minna lúðalegt ef þeir hefðu bara gengist við þessu og sagt "fokkjá! við vorum hármetall!!!"

Annars er seinasta 80's-platan þeirra (Power Metal) ansi fín, og vísir að því sem koma skyldi á Cowboys..... 

Morðingjaútvarpið, 29.7.2007 kl. 01:45

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég var áður búinn að setja inn komment um Pantera á bloggsíðu Hauks.  Það er sprenghlægilegt að þessi "töff" hljómsveit skuli hafa átt fortíð í hármetaldæminu.  En liðsmenn Guns ´N´ Roses áttu svo sem líka samskonar fortíð. 

Jens Guð, 1.8.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Morðingjaútvarpið

Já þessi áratugur hlífði engum

Morðingjaútvarpið, 1.8.2007 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband