Karate

ee963876Frá Boston kom hljómsveitin Karate, og gáfu þeir út 6 plötur áður en hljómsveitin leystist upp fyrir tveimur árum.

Aðalsprauta sveitarinnar, Geoff Farina, var búinn að missa nær alla heyrn og sá sér því ekki annað fært en að stimpla þá út.

Hljómsveitin spilar djassað indie-rokk (meira að segja gæla þeir stundum við blúsinn) og drengirnir eru allir afbragðs hljóðfæraleikarar, enda kynntust þeir allir í tónlistarskóla.

Morðingjaútvarpið mælir með því að sem flestir næli sér í þessar plötur, en þær eru allar alveg afbragð.

Þessi blauti mánudagur er því tileinkaður Karate.


Bloggfærslur 30. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband