Til hamingju með afmælið Rick Springfield

l_2e979e564347604eba964d4bec31af3aJá það er ekkert annað. Heimildarmaður Morðingjaútvarpsins tjáði mér það rétt í þessu að sjálfur Rick Springfield ætti afmæli í dag. Hvorki meira en 58 ár komin af ómetanlegri tónlist, leiklist og andlitsfríðleika, og drengurinn á nóg eftir.

Rikki var fæddur Richard Lewis Springthorpe fyrir 58 árum síðan í Sydney. Þegar hann var 25 ára var hann á föstu með Lindu Blair (þá 15 ára) en giftist síðar núverandi eiginkonu sinni Barböru.

Hún reyndi nú eitthvað að henda honum í steininn fyrir nokkrum árum síðan og sakaði hann um að leggja á sig hendur, en þau skötuhjúin löppuðu víst upp á sambandið og Rikki hefur sjaldan verið ferskari en í dag.

Síðan 1981 hefur Rikki síðan leikið Dr. Noah Drake í sjónvarpssápunni General Hospital, og nýlega bætti hann á sig öðru hlutverki í sápunni, föllnu 80's rokkhetjuna Eli Love, sem vill svo til að er tvífari Noah Drake.

En já, Rikki fær hér með sendar baráttukveðjur frá Fróni og í tilefni dagsins hendum við hér tveimur af stærstu slögurum Rikka inn í spilarann, og svo þetta stutta myndskeið í bónus, en þetta er atriðið svakalega úr kvikmyndinni Boogie Nights, þar sem allt fer fjandans til hjá Marky Mark og Alfred Molina við undirleik Rikka.


Bloggfærslur 23. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband