23.8.2007 | 14:26
Til hamingju með afmælið Rick Springfield
Já það er ekkert annað. Heimildarmaður Morðingjaútvarpsins tjáði mér það rétt í þessu að sjálfur Rick Springfield ætti afmæli í dag. Hvorki meira en 58 ár komin af ómetanlegri tónlist, leiklist og andlitsfríðleika, og drengurinn á nóg eftir.
Rikki var fæddur Richard Lewis Springthorpe fyrir 58 árum síðan í Sydney. Þegar hann var 25 ára var hann á föstu með Lindu Blair (þá 15 ára) en giftist síðar núverandi eiginkonu sinni Barböru.
Hún reyndi nú eitthvað að henda honum í steininn fyrir nokkrum árum síðan og sakaði hann um að leggja á sig hendur, en þau skötuhjúin löppuðu víst upp á sambandið og Rikki hefur sjaldan verið ferskari en í dag.
Síðan 1981 hefur Rikki síðan leikið Dr. Noah Drake í sjónvarpssápunni General Hospital, og nýlega bætti hann á sig öðru hlutverki í sápunni, föllnu 80's rokkhetjuna Eli Love, sem vill svo til að er tvífari Noah Drake.
En já, Rikki fær hér með sendar baráttukveðjur frá Fróni og í tilefni dagsins hendum við hér tveimur af stærstu slögurum Rikka inn í spilarann, og svo þetta stutta myndskeið í bónus, en þetta er atriðið svakalega úr kvikmyndinni Boogie Nights, þar sem allt fer fjandans til hjá Marky Mark og Alfred Molina við undirleik Rikka.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)