20.7.2007 | 14:35
Hármetalhornið #1
Frá og með fyrsta þætti hafa hin löngu gleymdu hármetalbönd 9. áratugarins fengið sinn fasta dagskrárlið í Morðingjaútvarpinu. Dagskrárliðurinn nefnist einfaldlega Hármetalhornið, og í fyrsta þættinum var það hljómsveitin Tigertailz frá Wales sem var grafin upp úr plötukassanum.
Þeir eru ennþá starfandi samkvæmt heimildum, en sterkur grunur leikur á að minni fjármunum sé varið í snyrtivörur hjá þeim í dag en í den.
Hljómsveitin átti nú ekki marga slagara, en lagið þeirra Living Without You vakti athygli á þessum bleikhærðu hárþurrkum og hér má sjá alveg hreint frábært tónlistarvídeó við það lag.
Nánari upplýsingar um sveitina má finna hér
Tigertailz - Living Without You
Athugasemdir
Þetta er bara snilld
Kristján Kristjánsson, 20.7.2007 kl. 15:30
Pældu líka í því að þurfa að útskýra þetta fyrir börnunum sínum í dag
Morðingjaútvarpið, 20.7.2007 kl. 15:36
Eru einhverjir skildleikar með söngvaranum og Leoncie, bæði útlit og hreifingar
Doddi (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.