20.7.2007 | 20:57
Hármetalhornið #2
Bandaríska hljómsveitin Dokken er aðeins minna over the top en kollegar þeirra í Tigertailz. Hármetall eru þeir nú samt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd virtust þeir ekki víla fyrir sér að ganga í magabolum með blásið hár.
Eins og Tigertailz, eru Dokken ennþá starfandi, en það er fátt sem getur komið gömlum hármetalhundum í helgan stein.
Dokken-lagið sem fékk að hljóma í hármetalhorninu í þætti 2 var sennilega þeirra þekktasta lag. Ber það nafnið Dream Warriors og fékk pláss í þriðju myndinni um Freddy Krueger, en myndin heitir einmitt A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá óttaslegna Patriciu Arquette á flótta undan Freddy, og rekst hún á ýmsar kynjaskepnur, þ.á.m. gítarleikara Dokken sem stekkur út úr vegg og tekur brjálað gítarsóló á hauskúpugítar! Stórskemmtilegt alveg.
Dokken - Dream Warriors
Athugasemdir
Hvað eruð þið að púkka upp á hármetalið? Þetta er vonda deildin í þungarokkinu. Jú, jú, það má brosa að þessu. Ágætt sem brandari.
Jens Guð, 20.7.2007 kl. 23:23
Haha já, ekki besta stund þungarokksins......en stöku slagari inn á milli.
Þar að auki eru myndböndin tímalaust gull
Morðingjaútvarpið, 21.7.2007 kl. 01:48
Klárlega ein besta stund rokksins!! Ég var grínlaust hárrokkari 6 ára gamall þóekki hafi ég málað mig. En hárið var á sínum stað.......
Ómar Eyþórsson, 21.7.2007 kl. 10:02
Áttu myndir af þessu?
Á bloggið með það.....einn tveir og þrír!
Morðingjaútvarpið, 22.7.2007 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.