21.7.2007 | 10:48
Hármetalhornið #3
Alveg er ég þó viss um að einn og einn unglingspiltur hafi vaknað með spælt egg í klofinu eftir heitan draum um Poison á sínum tíma, en meðlimir sveitarinnar eru stelpulegri en allar stelpur sem hafa orðið á vegi mínum.
Poison litu ávallt út eins og gamlar, stífmálaðar vændiskonur. Vinsældir þeirra hafa yfirleitt þótt illskiljanlegar, enda leitun að jafn slöku hármetalbandi og Poison.
Margir Íslendingar eru enn í fýlu út í Poison eftir að hljómsveitin aflýsti tónleikum sínum hér á landi. Þurftu menn að gera sér upphitunaratriðið að góðu (aðra hármetalsveit að nafni Quireboys) en Poison komu aldrei hingað til lands, hvorki þá né síðar.
Fyrir þá allra bitrustu skal það þó tekið fram að sveitin er enn starfandi, þannig að ekki er öll von úti enn um að sjá þá á sviði. Ef virkilegur áhugi er fyrir hendi má eflaust bregða sér út fyrir landsteinana og sjá þessar hármetalgoðsagnir, nú eða binda vonir við að einhver flytji þá inn til Íslands. Ekki myndi ég þó vilja koma nálægt þeim innflutningi, enda ávísun á skuldafangelsi.
Talk Dirty To Me nefnist lagið sem við tókum fyrir í hármetalhorninu í þriðja þættinum. Alveg ævintýralega slöpp tónsmíð að öllu leyti, en myndbandið er hreinasta gull.
Poison - Talk Dirty To Me
Athugasemdir
Ég er nú hreinlega gáttaður á því að þú skulir ekki pósta hér inn myndbandinu af því þegar Brett Michaels er að setja í Pamelu Anderson sem er nú klárlega besta afurð Poison enn sem komið er.
Lélegt lag "talk dirty to me", samt skárra en "every rose has it´s thorn", einnig með Poison......
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 12:19
Ég var á þessum tónleikum í Kaplakrika á sínum tima Ég grét ekkert neinum hástöfum þó að Poison hafi beilað. Á þessum tíma vorur Quireboys á öllum festivölum erlendis (Höfðu greinilega góðann umba) þannig ég var að sjá þá í 3 eða fjórða skiftið og þeir voru alveg jafnleiðinlegir og alltaf. Eiki Hauks átti eiginlega festivalið með Artch, þeir voru þrælfínir. GCD spiluð líka minnir mig og Jet Black Joe. Annars fanst mér mest gaman af Slaughter. Þeir rokkuðu. Thunder sem voru greinilega líka með góðann umba voru álíka leiðingegir og Quireboys. En þetta var skemmtilegur dagur enda ekki alltaf rokk festivöl á Íslandi
Kristján Kristjánsson, 21.7.2007 kl. 12:21
Haha já, mig minnir meira að segja að ég hafi einhverntímann séð vídeóupptöku frá hluta tónleikanna.
man hinsvegar ómögulega hvar
Morðingjaútvarpið, 21.7.2007 kl. 17:53
Einn í Posion á ættir að rekja til Reykja í Hjaltadal í Skagafirði. Ég man ekki hvort að raunverulegt ættarnafn hans er Jóhannesson eða hvort fornafn hans er Jóhannes. Ég nenni ekki nú né fyrr að "gúgla" upplýsingar til að komast að því hvort heldur er. Í hljómsveitinni kallar hann sig C.C. eitthvað (vil ekki skrifa nafnið vitlaust).
Jens Guð, 24.7.2007 kl. 03:44
Hahahaha já hann er víst Jóhannsson.
Þetta vissi ég ekki og þakka fyrir upplýsingarnar!
Haukur Viðar, 25.7.2007 kl. 04:41
Þegar til stóð að Poison spilaði á Íslandi var ég að vinna hjá barna- og unglingablaði sem hét Æskan. Þá hringdi ég í símanúmer sem mér var gefið upp hjá Poison. Einhver kona svaraði og sagði mér þetta um þennan C.C. náunga. Hún bað mig jafnframt um að tengja hann við ættingja sína á Reykjum í Hjaltadal. En mig minnir að það hafi einmitt verið hann sem olli því að hljómsveitin kom ekki til Íslands. Gott ef að hann slasaðist ekki rétt fyrir hljómleikana.
Jens Guð, 28.7.2007 kl. 02:24
Ættingjar hans hafa eflaust gert einhvern skandal hér og flúið vestur og hann ekki þorað til baka
Morðingjaútvarpið, 28.7.2007 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.