30.7.2007 | 20:01
Karate
Frá Boston kom hljómsveitin Karate, og gáfu þeir út 6 plötur áður en hljómsveitin leystist upp fyrir tveimur árum.
Aðalsprauta sveitarinnar, Geoff Farina, var búinn að missa nær alla heyrn og sá sér því ekki annað fært en að stimpla þá út.
Hljómsveitin spilar djassað indie-rokk (meira að segja gæla þeir stundum við blúsinn) og drengirnir eru allir afbragðs hljóðfæraleikarar, enda kynntust þeir allir í tónlistarskóla.
Morðingjaútvarpið mælir með því að sem flestir næli sér í þessar plötur, en þær eru allar alveg afbragð.
Þessi blauti mánudagur er því tileinkaður Karate.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2007 | 18:30
Hármetalhornið #5
Hljómsveitin Pantera er fyrir löngu orðin ein sú allra sígildasta í hörðum heimi þungarokksins. Þeir gáfu út stóran haug af plötum, hættu skömmu eftir aldamótin seinustu, og síðan var gítarleikari sveitarinnar myrtur á tónleikum í lok árs 2004.
En fortíð Pantera er ekki jafn svöl og ímynd þeirra seinna meir. Á 9. áratugnum voru Pantera nefnilega allsvaðalega mikill hármetall. Þeir gáfu út 4 plötur á árunum 1983 til 1988 og í seinni tíð slepptu þeir því yfirleitt að nefna þessar plötur þegar talað var um ferilinn.
Frontmaður sveitarinnar á þessum árum var Terry nokkur Glaze, og klæddust drengirnir níðþröngu spandexi og notuðu hárlakk í óhófi.
Ekki er mikið um gæðaefni á allavega fyrstu þremur plötunum, en inn á milli leynast gullmolar eins og lagið All Over Tonight. Þetta er ekki big budget hármetall eins og við eigum að venjast, enda gáfu piltarnir þessar fyrstu plötur bara út beint úr bílskúrnum.
Myndbandið við lagið er heimatilbúið og sennilegast tekið upp á heimiliskameru, en tékkið engu að síður á því.
Pantera - All Over Tonight
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.7.2007 | 17:38
Þáttur 5 (28.7.2007) - Lagalisti
Þökkum þeim sem hlustuðu. Hér er lagalisti þáttarins:
01. ELO - Secret Messages
02. Hölt hóra - Love Me Like You Elskar Mig
03. Ozzy Osbourne - Bark At The Moon
04. Jan Mayen - Joyride
05. Ween - Even If You Don't
06. Aerosmith - Mama Kin
07. Yeah Yeah Yeah's - Down Boy
08. Lights On The Higway - Paperboat
09. Extreme - It's A Monster
10. The Clash - Rock Da Kasbah
11. The Breeders - Cannonball
12. Eddie Cochran - Summertime Blues
13. Nine Inch Nails - Head Like A Hole
14. Jakobínarína - Jesus
15. Jefferson Airplane - Somebody To Love
16. Dinosaur Jr. - Crumble
17. Pantera - All Over Tonight
18. Mammút - Þorkell
19. The Buzzcocks - Ever Fallen In Love?
20. Against Me - Up The Cuts
21. The Bees - Who Cares What The Question Is
22. Dr. Gunni - T
23. Bloc Party - Helicopter
24. The Smiths - There Is A Light That Never Goes Out
25. Tenpole Tudor - Swords Of A Thousand Men
26. Led Zeppelin - The Song Remains The Same
27. Ash - Petrol
28. The Stranglers - Golden Brown
29. Maus - Ég ímeila þig
30. The Decemberists - The Perfect Crime #2
31. The Ramones - Now I Wanna Sniff Some Glue
32. John Lee Hooker - Boom Boom Boom Boom
33. Hot Damn! - Hot Damn That Woman Is A Man
34. Van Morrison - T.B. Sheets
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.7.2007 | 02:03
Morðingjaútvarpið í dag!
Munið eftir þætti dagsins. Nákvæmlega ekkert merkilegt við þáttinn í dag. Tónlist verður spiluð í bland við heiladrepandi spjall.
Um næstu helgi (verslunarmannahelgina) verður þátturinn síðan með óhefðbundnu sniði. Meira um það síðar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 01:37
Hármetalhornið #4
Frá Minnesota USA kom stúlknasveitin Vixen. Töluvert karlmannlegri en margar karlsveitanna, en teljast þó til hármetals. Þær voru voða sætar og hörkukroppar, með rosa blásið hár og í háum leðurstígvélum.
Þær gáfu út nokkrar plötur og áttu nokkur vinsæl lög. Eitt af þeirra stærstu hét Edge Of A Broken Heart, þrælfínt lag sem auðvelt er að fá á heilann.
Það merkilega við þetta band er nefnilega það að þær virðast hafa verið töluvert lunknari lagasmiðir en mörg af stærri karlaböndunum, en ef við miðum við bönd á borð við Poison og Mötley Crüe má segja að lagasmíðar Vixen séu stórbrotin tímamótatónverk. En annars er þetta nokkuð hefðbundinn popp-hármetall. Gítarsóló, kjuðum snúið með annarri hendi, tví- og þríraddanir og trommuríverb sem fær dómkirkjur til að skammast sín.
Í dag starfa þær enn (hármetalböndin hætta aldrei!) og eru ögn farnar að láta á sjá. Það er svo sem eðlilegt. Karlarnir eru flestir orðnir þunnhærðir og hrukkóttir, en Vixen eru með lafandi brjóst og heimsklassa barneignarmjaðmir.
Vixen - Edge Of A Broken Heart
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2007 | 17:52
Þáttur 4 (21.7.07) - Lagalisti
Hér er lagalisti þáttarins:
01. Slayer - Angel of Death
02. The Cult - Sweet Soul Sister
03. Jan Mayen - Joyride
04. The Doors - Roadhouse Blues
05. Silversun Pickups - Well Thought Out Twinkles
06. Foo Fighters - Darling Nikki
07. Ramones - Sheena Is A Punk Rocker
08. Beck - Hell Yes
09. AC/DC - Back In Black
10. Vixen - Edge Of A Broken Heart
11. Purrkur Pilnikk - Excuse Me
12. Motorhead - Overkill
13. White Zombie - Thunderkiss '65
14. Soundgarden - Rusty Cage
15. Rollins Band - Grip
16. William Shatner (feat. Henry Rollins) - I Can't Get Behind That
17. Them - Baby Please Don't Go
18. Rass - Kárahnjúkar
19. Korn - Evolution
20. Bloc Party - Hunting For Witches
21. Sonic Youth - Bull In The Heather
22. The Jam - Start!
23. Quarashi - Baseline
24. Dikta - Losing Every Day
25. Deftones - Be Quiet And Drive
26. Wilco - Can't Stand It
27. Lada Sport - The World Is A place For Kids Going Far
28. Pantera - I'm Broken
29. Kiss - Sure Know Something
30. Beastie Boys - Ch-Check It Out
31. Shellac - My Black Ass
32. Sign - A Little Bit
33. Marilyn Manson - Putting Holes In Happiness
34. Dr. Gunni - Konurnar í lífi Errós
35. Megadeth - Dread And The Fugitive Mind
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.7.2007 | 10:48
Hármetalhornið #3
Alveg er ég þó viss um að einn og einn unglingspiltur hafi vaknað með spælt egg í klofinu eftir heitan draum um Poison á sínum tíma, en meðlimir sveitarinnar eru stelpulegri en allar stelpur sem hafa orðið á vegi mínum.
Poison litu ávallt út eins og gamlar, stífmálaðar vændiskonur. Vinsældir þeirra hafa yfirleitt þótt illskiljanlegar, enda leitun að jafn slöku hármetalbandi og Poison.
Margir Íslendingar eru enn í fýlu út í Poison eftir að hljómsveitin aflýsti tónleikum sínum hér á landi. Þurftu menn að gera sér upphitunaratriðið að góðu (aðra hármetalsveit að nafni Quireboys) en Poison komu aldrei hingað til lands, hvorki þá né síðar.
Fyrir þá allra bitrustu skal það þó tekið fram að sveitin er enn starfandi, þannig að ekki er öll von úti enn um að sjá þá á sviði. Ef virkilegur áhugi er fyrir hendi má eflaust bregða sér út fyrir landsteinana og sjá þessar hármetalgoðsagnir, nú eða binda vonir við að einhver flytji þá inn til Íslands. Ekki myndi ég þó vilja koma nálægt þeim innflutningi, enda ávísun á skuldafangelsi.
Talk Dirty To Me nefnist lagið sem við tókum fyrir í hármetalhorninu í þriðja þættinum. Alveg ævintýralega slöpp tónsmíð að öllu leyti, en myndbandið er hreinasta gull.
Poison - Talk Dirty To Me
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.7.2007 | 20:57
Hármetalhornið #2
Bandaríska hljómsveitin Dokken er aðeins minna over the top en kollegar þeirra í Tigertailz. Hármetall eru þeir nú samt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd virtust þeir ekki víla fyrir sér að ganga í magabolum með blásið hár.
Eins og Tigertailz, eru Dokken ennþá starfandi, en það er fátt sem getur komið gömlum hármetalhundum í helgan stein.
Dokken-lagið sem fékk að hljóma í hármetalhorninu í þætti 2 var sennilega þeirra þekktasta lag. Ber það nafnið Dream Warriors og fékk pláss í þriðju myndinni um Freddy Krueger, en myndin heitir einmitt A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá óttaslegna Patriciu Arquette á flótta undan Freddy, og rekst hún á ýmsar kynjaskepnur, þ.á.m. gítarleikara Dokken sem stekkur út úr vegg og tekur brjálað gítarsóló á hauskúpugítar! Stórskemmtilegt alveg.
Dokken - Dream Warriors
Tónlist | Breytt 21.7.2007 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2007 | 14:35
Hármetalhornið #1
Frá og með fyrsta þætti hafa hin löngu gleymdu hármetalbönd 9. áratugarins fengið sinn fasta dagskrárlið í Morðingjaútvarpinu. Dagskrárliðurinn nefnist einfaldlega Hármetalhornið, og í fyrsta þættinum var það hljómsveitin Tigertailz frá Wales sem var grafin upp úr plötukassanum.
Þeir eru ennþá starfandi samkvæmt heimildum, en sterkur grunur leikur á að minni fjármunum sé varið í snyrtivörur hjá þeim í dag en í den.
Hljómsveitin átti nú ekki marga slagara, en lagið þeirra Living Without You vakti athygli á þessum bleikhærðu hárþurrkum og hér má sjá alveg hreint frábært tónlistarvídeó við það lag.
Nánari upplýsingar um sveitina má finna hér
Tigertailz - Living Without You
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2007 | 14:17
Morðingjaútvarpið á Blog.is
Jæja, ég var hættur að nenna að pimpa þennan þátt á blogginu mínu. Hér er líka þessi fína síða fyrir Morðingjaútvarpið. Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað Morðingjaútvarpið er þá skal ég útskýra það í stuttu máli.
Á því herrans ári 2005 var hljómsveitin Morðingjarnir stofnuð, en meðlimir hennar voru allir áður í hljómsveitinni Dáðadrengir. Eins og nafnið gefur til kynna spila Morðingjarnir ógeðslegt hávaða-mannaskíts-ælupönk þrátt fyrir að vera á góðri leið með að verða miðaldra menn.
Það var svo fyrr í sumar sem hljómsveitin byrjaði með útvarpsþáttinn Morðingjaútvarpið á útvarpsstöðinni RVK FM og þegar þetta er skrifað eru 3 þættir búnir.
Á þessari síðu verður allskonar sorp upp um alla veggi, ýmis fróðleikur um tónlist og þáttinn og margt fleira. Ef veður leyfir verður síðan uppfærð rosalega oft og þið munuð engjast um úr hlátri og aðdáun á ævintýrum Morðingjanna í Morðingjaútvarpinu.
Kveðja,
Haukur Morðingi
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)