Hármetalhornið #7

stryperHljómsveitir verða ekki mikið lúðalegri en hljómsveitin Stryper frá Orange County í Kaliforníufylki Bandaríkjanna. Fyrir utan það að líta út eins og fjórar ofvaxnar randaflugur, þá voru/eru Stryper kristilegt band, og það verður seint talið töff í heimi þungarokksins.

Þeir höfðu þann sið að henda biblíum til áhorfenda og nafnið þeirra stendur víst fyrir "Salvation Through Redemption, Yielding Peace, Encouragement, and Righteousness". Kúl ekki satt?

Þessir konungar randaflugumetalsins hafa gefið út nokkrar plötur, og má þar nefna m.a. To Hell With The Devil, In God We Trust og Reborn, en allt hefur þetta afskaplega trúarlegt yfirbragð, enda rokka Stryper í nafni Drottins.

Lagið sem við spiluðum í Morðingjaútvarpinu (og var enn í gangi þegar hinir andkristnu Rotting Christ komu í heimsókn í hljóðverið) heitir Calling On You, og hljómar eiginlega eins og Eurovisionlag frá níunda áratugnum, en myndbandið er eiginlega best. Konan sem syngur lagið reynist vera karlmaður eftir allt saman, eða andrógína í besta falli, og trommusett trommarans er af þvílíkri stærð að það hefur þurft heilt flugmóðuskip til að flytja þetta milli gigga.


Þáttur 9 (1.9.2007) - Lagalisti

Ágætt stuð í dag. Helgi í samkynhneigðu brúðkaupi þannig að við Atli vorum einir á svæðinu. Spiluðum hármetal og pönk, spjölluðum við Sigga, bassaleikara Mínus og átum laxalanglokur.

Hér er lagalistinn:

01. Paul McCartney - Ballroom Dancing
02. The Stone Roses - Fool's Gold
03. Nirvana - Love Buzz
04. Courtney Love - Mono
05. Silversun Pickups - Well Thought Out Twinkles
06. Metallica - Holier Than Thou
07. Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath
08. Foo Fighters - Pretender
09. Mínus - Modern Haircuts
10. The Smiths - Panic
11. The Decemberists - 16 Military Wives
12. Megadeth - Holy Wars
13. Devo - Whip It
14. My Bloody Valentine - Soon
15. The Yardbirds - For Your Love
16. Winger - Hungry
17. Heart - Barracuda
18. Anthrax - Madhouse
19. Beastie Boys - Tough Guy
20. Minor Threat - Straight Edge
21. Dead Kennedys - Religious Vomit
22. LCD Soundsystem - All My Friends
23. Jane's Addiction - Stop
24. Ball - One Ten Two Thousand
25. Edgar Winter Group - Free Ride
26. Slayer - Silent Scream
27. Interpol - Mammoth
28. Sykurmolarnir - Motorcrash
29. Whitesnake - Still Of The Night
30. Frank Black - Kiss My Ring
31. Electric 6 - Gay Bar
32. Nick Cave And The Bad Seeds - Do You Love me
33. Enon - Knock That Door


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband