Hármetalhornið #8

winger1Hinir hárprúðu Winger koma frá New York og eru harðari en mörg hármetalböndin. Þeir skera sig frá öðrum svipuðum hljómsveitum að því leyti að söngvarinn, Kip Winger, spilar einnig á bassa. Því gefast færri tækifæri fyrir almenna hármetalstæla, eins og margir kollegar hans gátu leyft sér.

Fyrsta platan þeirra kom ekki út fyrr en árið 1988, og því má segja að þeir hafi rétt náð í skottið á hárstemmaranum, sem leið undir lok skömmu síðar.

Platan þessi nefnist einfaldlega Winger, og inniheldur hún slagarana Madalaine, Headed for a Heartbreak og Seventeen. Það var þó lagið Hungry sem við ákváðum að spila, enda stórgott lag og ekki er myndbandið síðra.

Þess má geta að Winger þóttu svo aulalegir að aulalegasti karakterinn í Beavis & Butthead-þáttunum var ávallt klæddur í Winger-bol, á meðan aðalsöguhetjurnar klæddust AC/DC og Metallica-bolum. Þetta er að sjálfsögðu hinn digurvaxni Stewart, en aðalsprautan í Winger, hann Kip, hefur látið óánægju sína með þetta í ljós. Þótti honum illa vegið að bandinu að láta þennan aulalega dreng klæðast Winger-bol

Að sjálfsögðu er svo myndbandið við lagið hér fyrir neðan, en takið sérstaklega eftir Óskarsverðlaunaleik aðalleikarans, og hversu frábærlega hann túlkar hinn brotna mann sem hefur misst ástina í lífi sínu. Hann beinlínis HUNGRAR í ást!

Winger - Hungry


Þáttur 10 (8.9.2007) - Lagalisti

Birkir úr I Adapt kom í viðtal ásamt gelgjunni honum Ella trommara. Við spiluðum slatta af Chris Cornell efni í tilefni tónleikanna og að sjálfsögðu hringdi gröfukallinn, hressari en aldrei fyrr.

Lagalisti:

01. Lights On The Highway - Paperboat
02. Þeyr - Maggasýn
03. Soundgarden - Burden In My Hand
04. Screaming Trees - Nearly Lost You
05. Ash - Girl From Mars
06. Annihilator - The Fun Palace
07. Judas Priest - Breaking The Law
08. Calexico - Quattro (World Drifts In)
09. Viking Giant Show - The Cure
10. Bloc Party - Helicopter
11. Helgi og hljóðfæraleikararnir - Ég elska þig svo mikið
12. Beck - Cellphone's Dead
13. Thin Lizzy - Bad Reputation
14. Temple Of The Dog - Hunger Strike
15. Sick Of It All - Free Spirit
16. Steelheart - She's Gone
17. The Killers - Jenny Was A fFriend Of Mine
18. Sepultura - Symptom Of The Universe
19. The Hives - Tick Tick Boom
20. Chris Cornell - You Know My Name
21. !!! - Bend Over Beethoven
22. AC/DC - The Razor's Edge (live)
23. Lamb Of God - Laid To Rest
24. Reykjavík! - Flybus
25. Kings Of Leon - Charmer
26. Nirvana - Negative Creep
27. Rollins Band - Liar
28. I Adapt - Subject To Change
29. Blacklisted - Tourist
30. Ramones - Blitzkrieg Bop
31. The Rolling Stones - Can't You Hear Me Knocking


Bloggfærslur 12. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband